Author Archives: Edda Kjartansdóttir

Starfsþróun og starfsánægja kennara til umræðu á ráðstefnu

radstefna22218

radstefna22218

Menntavísindasvið Háskóla Íslands, í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið og Kennarasamband Íslands, boðar til ráðstefnu um starfsþróun kennara fimmtudaginn 22. febrúar kl. 13-16 í húsnæði Háskóla Íslands við Stakkahlíð.

Markmið ráðstefnunnar er að efna til samtals meðal þeirra sem koma að starfsþróun kennara, skólastjórnenda og annarra fagstétta í skólum en öflug starfsþróun þessara stétta er talin lykilatriði til að stuðla að framförum í menntakerfinu.

Á dagskrá verður erindi um samstarfsráð um starfsþróun kennara, kennarar og skólastjórnandi fjalla um starfsþróunarverkefni í þeirra skólum og Kari Smith, yfirmaður NAFOL og prófessor við Norska tækniháskólann í Þrándheimi (Norges teknisk-naturvitenskapelige universitet) heldur fyrirlestur um „Stöðugt nám alla starfsævina”.

Í pallborðsumræðum sem fram fara að loknum fyrirlestri verður starfsþróun rædd út frá ýmsum sjónarhornum. Þar er ætlunin að leiða saman ýmsa aðila til að ræða hlutverk samstarfsráðs og háskóla í starfsþróun, væntingar kennara og skólastjórnenda, drifkraft, helstu hindranir, aðstæður og stuðning.

Setning ráðstefnunnar er í höndum Jóns Atla Benediktssonar, rektors Háskóla Íslands, og Aðalheiður Steingrímsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands, mun slíta henni. Ráðstefnustjóri er Anna Kristín Sigurðardóttir, dósent við Háskóla Íslands.

Dagskráin í heild sinni

Ráðstefnunni verður streymt á vefnum

Vorráðstefna Miðstöðvar skólaþróunar

baekurmus

Vorráðstefna  Miðstöðvar skólaþróunar Háskólans á  Akureyri verður haldin 5. apríl 2014 . Ráðstefnan ber yfirskriftina
Það verður hverjum að list sem hann leikur.

Að þessu sinni er ráðstefnan tileinkuð starfsþróun og árangursríku skólastarfi. Skólastarf er lifandi og síbreytilegt, háð innri og ytri þáttum sem hafa áhrif á möguleika til eflingar og þróunar þeirra sem þar starfa. Horft er til þess að þróun skóla sem stofnana og starfsþróun kennara fari saman og þeirri spurningu velt upp hvað einkennir árangursríkt skólastarf?

Hér má sjá dagskrá

Öskudagsráðstefna skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur

132

Miðvikudaginn 5. mars verður haldin árleg öskudagsráðstefna skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur  á Hilton Nordica kl. 13:00-16:20.

Yfirskrift ráðstefnunnar er  Já kennari. Meginþema ráðstefnunnar er jákvæða sálfræði og aðalfyrirlesari er Hans Henrik Knoop, fræðimaður í jákvæðri sálfræði.

að loknum erindum og æfingu í núvitund eru 5 málstofur sem kennarar geta valið sér.

Ráðstefnan er ætluð  grunnskólakennurum í Reykjavík.