Author Archives: Sigurjón Mýrdal

Fyrirlestur: „The challenges of the lifelong learning concept“

Peter

Fimmtudaginn 24. janúar kl. 16 flytur prófessor Peter Alheit opinn gestafyrirlestur í stofu H-201 á Menntavísindasviði HÍ í Stakkahlíð.

Peter Alheit er í fremstu röð alþjóðlegra menntunarfræðinga, og hefur unnið að rannsóknum og þróun á sviði símenntunar í Evrópu, einkum í Þýskalandi, Bretlandi, Danmörku. Rannsóknir hans beina athyglinni að því hvernig símenntun tvinnar saman lífssögu einstaklinga og samfélagsbreytingar.

Fyrirlesturinn er á ensku og ber heitið The challenges of the lifelong learning concept.

Ný skýrsla um starfsþróun gefin út hjá ESB

skyrslaKapaEvrópusambandið gaf nýlega út skýrslu um starfsþróun kennara: Innovating Professional Development in Compulsory Education. Þar er bent á þá augljósu staðreynd að starfsþróun kennara er meginforsenda umbóta í menntamálum og lykill að betri kennslu og námi í takt við þróun samfélagsins. Önnur skýrsla mun fylgja á næstunni þar sem greindar eru fjölbreyttar aðferðir til að bæta starfsþróun kennara.

Í skýrslunni er bent á þrjátíu dæmi eða fyrirmyndir víðs vegar úr heiminum þar sem reynt er að víkka út skilgreiningar á starfsþróunarhugtakinu og reyna nýjar framsæknar aðferðir til að styðja við þróun kennara í starfi og sigrast á hindrunum og takmörkunum sem skólafólk stendur frammi fyrir þegar það leitast við að bæta störf sín og starfsaðstæður.

Í skýrslunni er sérstaklega bent á hvernig staðbundin samstarfsverkefni og nýting nýrrar tækni getur skapað nýja vídd í starfsþróun kennara og framsæknu námi nemenda þeirra. Eitt íslenskt dæmi er nefnt í skýrslunni en það er Samspil 2015 sem Menntamiðja stóð fyrir og Samspil 2018, sem nú er í gangi í samstarfi við Samstarfsráð um starfsþróun kennara og Menntunar fyrir alla.

 

 

 

Dr. Jean Claude Couture með opinn fyrirlestur

Dr. Jean Claude Couture sem um langt skeið hefur starfað fyrir kennarasamtökin í Alberta (ATA) Kanada og leitt þátttöku kennara og fagfólks í skólaþróun mun halda fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofa um skólaþróun og skóla- og frístundasvið Reykjavíkur miðvikudaginn 5. desember kl. 15 í Hamri, húsnæði MVS. Titill fyrirlesturs Dr. Couture er Getting to the heart of school- the Alberta journey.

forsidaVið mótun menntastefnu Reykjavíkur síðustu misseri hefur m.a. verið litið til þeirrar reynslu sem Alberta fylki hefur af þróun skólastarfs og mun dr. Couture miðla af þekkingu sinni og reynslu í tengslum við þá vinnu. Sérstaklega verður fjallað um mikilvægi þess að kennarar séu leiðandi þátttakendur í allri skólaþróun og hvaða þættir skipta þar máli.

Dr. Couture starfaði um hríð sem kennari og síðan ráðunautur kennarasamtakanna varðandi rannsóknir á skólastarfi. Samtökin hafa m.a. gefið út metnaðarfulla skólastefnu A Great School for All, sem þau hafa nýlega endurnýjað, Renewing Alberta’s Promise: A Great School for All, sem hann átti virkan þátt í að móta.

Samspil 2018: Fræðsluátak um starfsþróun og menntun farið af stað…

Samspil2

MenntamiðjaSamstarfsráð um starfsþróun kennara og skólastjórnenda og stýrihópur um úttekt á menntun fyrir alla stendur að verkefninu. Verkefnið stendur yfir frá nóvember 2018 til febrúar 2019 og er fyrir þau sem koma að skóla- og fræðslustarfi á öllum skólastigum um allt land. Ekkert þátttökugjald!

Markmið Samspils 2018 er að þátttakendur fræðist um starfsþróun og nýjar kennsluaðferðir og námstækni fyrir fjölbreytta nemendahópa um leið og þeir taka þátt í að byggja upp öflug og kvik starfssamfélög skólafólks á Netinu og í raunheimum.

Í gær (7/11) komu nokkrir tugir skólafólks saman á upphafsfundi á Netinu og staðbundið á sex stöðum víðsvegar um land.

Nánari upplýsingar:

Samspil1

Samspil2