Author Archives: Sólrún Harðardóttir

Ný framtíðarsýn um starfsþróun kennara og skólastjórnenda

fagradAFHENDA

Hluti fagráðsins ásamt Illuga Gunnarssyni ráðherra.

Fagráð um símenntun og starfsþróun kennara skilaði lokaskýrslu um störf sín og tillögum til ráðherra 10. mars sl. Þar er sett fram ný framtíðarsýn um starfsþróun kennara og skólastjórnenda og lögð áhersla á kennaramenntun sem starfsævilanga menntun. Skilgreina þarf fjármagn og aðgengilegt og skilvirkt stoðkerfi um þessa mikilvægu starfsemi. Lagt er til að ráðherra skipi samstarfsráð um starfsþróun kennara og skólastjórnenda sem fylgir eftir tillögum fagráðsins.

forsida
Skýrsla til mennta- og menningarmálaráðherra

Fylgiskjöl:
(Fylgiskjöl 1-4 eru saman í einu skjali.)

 1. Fagráð um símenntun og starfsþróun kennara
 2. Fulltrúar í fagráðinu og aðilar sem tilnefna þá
 3. Forsagan
 4. Vinna fagráðs og viðburðir á vegum þess
 5. Greinargerð vinnuhóps um Future Teachers
 6. Starfsþróun kennara – Greining á sjóðaumhverfi
 7. Greinargerð vinnuhóps um fjármál og sjóði
 8. Greinargerð vinnuhóps um þarfir fyrir starfsþróun
 9. Greinargerð vinnuhóps um kennaramenntun og stoðkerfi + fylgiskjal 1 og2
 10. Fundargerð frá fundi um starfendarannsóknir
 11. Fundargerð frá fundi um nýliða í kennslu og starfstengda leiðsögn

Ný skýrsla frá OECD um starfsþróun og fagmennsku útfrá TALIS 2013

OECD mun gefa út skýrsluna Supporting Teacher Professionalism; Insights from TALIS 2013 12. febrúar nk. Í tilefni útgáfunnar verður sérstök vefstofa (Webinar) haldin sem fólk getur skráð sig á og tekið þátt í sér að kostnaðarlausu.

Sjá nánar:
http://www.oecd-ilibrary.org/education/supporting-teacher-professionalism_9789264248601-en
Skráning:
http://www.oecd.org/edu/supporting-teacher-professionalism-9789264248601-en.htm
eða hér http://all4ed.org/webinar-event/feb-12-2015/

skyrslaTALIS

Frá fagráðsfundi

Fundur var haldinn í fagráðinu 26. nóvember sl. Á fundinum voru dregnar saman tillögur og efni í tillögur sem ræddar hafa verið á vettvangi fagráðs s.s. innan vinnuhópa, á opnum fundum, á fagráðsfundum og í baklandi aðila fagráðs. Markmið fundarins var að fjalla um stefnu fagráðsins, móta hana að vissu leyti og skerpa. Hér má sjá vinnuhópa að störfum:

A
Ragnheiður, Aðalheiður, Ársæll, Dagrún og Kristín ræddu sérstaklega um starfsþróun og kennaramenntun.

B
Ingibjörg, Edda, Sigurjón, Sigurbjörn, auk Guðmundar og Sigríðar Huldar sem voru tengd með Skype (sjá spjaldtölvu í rauðu hulstri) ræddu um stoðkerfi starfsþróunar.

C
Guðni, Þórður, Guðbjörg, Svanhildur og Jón Torfi ræddu um fjármagn og farvegi þess.

Sérstaklega var fjallað um starfsævilanga kennaramenntun. Útfrá þessum tveimur orðum má finna mörg önnur orð eins og Ingibjörg Kristleifsdóttir kom auga á: Starf – star – ævi – löng – öng – vil – sævi – arf – arfs – tarf –kenna – kennara – enn – menntun – menn – men…

Kristín Valsdóttir orti:

Menntun kennara ærir menn
magnað það taki heila ævi.
Í skilgreiningasjó er nefndin enn
svamlandi á djúpsævi.

kenna er klárlega magnað starf
en kennarar stundum þó lenda í öng.
Því þó kraftar og orka sé á við tarf
þarf menntun að vera löng.

Þetta ég skil
og þess vegna vil
kennaramenntun sé (að minnsta kosti) starfsævilöng. 

 

Fyrirlestur Kari Smith um vettvangsnám

skólakrakkar
Opinn fundur um vettvangsnám í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum verður haldinn þriðjudaginn 3. nóvember, 2015 kl. 15.30-17 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð nánar tiltekið í Bratta. Að fundinum standa Háskóli Íslands, Kennarasamband Íslands og Háskólinn á Akureyri.
Fyrirlesari verður Kari Smith, prófessor við kennaradeild Háskólans í Bergen og kennaradeild Háskólans í Þrándheimi og gistiprófessor við Menntavísindasvið HÍ.
Fundurinn verður sendur út á netinu. Slóðin verður birt á ki.is og #vettvangsnam
Aðstandendur

Fagráðið hittir norræna nefnd

Á dögunum var haldinn fundur í Reykjavík í norrænni nefnd, sem sett var á laggirnar í framhaldi af ráðstefnunni Future Teachers – A Profession at Crossroads en hún var haldin var í ágúst 2014. Þetta var annar fundur nefndarinnar en henni er ætlað að vinna hratt og mun skila af sér í desember. Um er að ræða þrettán manna embættismannanefnd og er Sigurjón Mýrdal formaður. Björk Óttarsdóttir er annar fulltrúi Íslands í nefndinni. Viðfangsefni nefndarinnar eru m.a. tilhögun kennaramenntunar, gæði hennar, hæfni þeirra sem mennta kennara, fagmennska skólastjórnenda, samstarf háskóla við starfsvettvang og mismunandi leiðir inn í kennarastarfið.

Fulltrúum fagráðsins var boðið að hitta þessa ágætu nefnd í tengslum við fund hennar í Reykjavík. Sagt var frá fagráðinu á fundinum og síðan áttu sér stað samræður þar sem spurt var á báða bóga. Ljóst er að tilhögun er fjölbreytt á Norðurlöndunum og ekki endilega auðvelt að yfirfæra. Nefndinni þótti þessi samstarfsvettvangur sem fagráðið er mjög eftirtektarverður.

Áform eru um að vera í frekara sambandi við nefndina í framhaldi af þessum fundi. Æskilegt er að fylgjast vel með því hvað er að gerast á hinum Norðurlöndunum. Þrátt fyrir fjölbreytnina er þar ákveðinn jákvæður samhljómur.

norO

nor1 nor2 nor3b nor4

 SH

Námsorlof kennara, stjórnenda, náms- og starfsráðgjafa í framhaldsskóla

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um námsorlof á framhaldsskólastigi fyrir skólaárið 2016-2017. Umsóknir þurfa að berast Rannís eigi síðar en 1. október næstkomandi. Um námsorlof geta sótt framhaldsskólakennarar, náms- og starfsráðgjafar og stjórnendur framhaldsskóla. Einnig geta skólameistarar sótt um námsorlof fyrir hönd kennara viðkomandi skóla.

Nánari upplýsingar og rafræn umsóknareyðublöð má finna á heimasíðu Rannís. Þar má jafnframt kynna sér reglur sjóðsins og algengar spurningar og eru umsækjendur hvattir til að lesa þær vandlega áður en þeir skrifa umsóknina.

Námsleyfasjóður kennara og stjórnenda grunnskóla

Námsleyfasjóður hefur opnað fyrir umsóknir um námsleyfi grunnskólakennara og stjórnenda grunnskóla skólaárið 2016–2017. Umsóknarfrestur er til og með 1. október 2015.

Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að við úthlutun verði sett í forgang nám sem tengist:

 • hagnýtu læsi og lesskilningi í öllum námsgreinum
 • jafnrétti og lýðræði

Allt að 1/3 námsleyfa verður úthlutað vegna þessa.

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Námsleyfasjóðs. Umsækjendur þurfa að sækja um á rafrænu formi sem þar er að finna. FARA Á SÍÐUNA. 

 

Opinn fundur 31. ágúst

UM HLUTVERK, ÁBYRGÐ OG SKYLDUR

Fagráð um símenntun og starfsþróun kennara stóð fyrir opnum fundi mánudaginn 31. ágúst 2015, í Gerðubergi, Reykjavík, um hlutverk, ábyrgð og skyldur aðila fagráðs hvað varðar málefni starfsþróunar kennara, ráðgjafa og skólastjórnenda í leik-, grunn-, tónlistar- og framhaldsskólum. 

Markmið fundarins var að skapa umræðu um þetta og lagt var upp með eftirfarandi spurningar:

 • Á hvaða sviðum eru aðilar fagráðs samstíga? Á hvaða sviðum eru aðilar fagráðs ósammála?
  o   Hvernig nýtum við okkur þá vitneskju?
  o   Hvernig má leysa ágreiningsefni? 
 • Virðast einhver málefni í lausu lofti og ekki á ábyrgð neinna? Hver?
 • Hvaða breytingar viljum við sjá á starfsþróun kennara? 

Fulltrúar aðila fagráðs sem eru menntamálaráðuneyti, háskólar sem mennta kennara, Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands greindu frá sinni sýn í upphafi fundar, en síðan var efnt til hópumræðu, kynninga á þeim og síðan almennra umræðna.

Fundurinn var sendur út, og einnig tekinn upp. Skoða má upptökur hér:

Punktar frá umræðum eru vistaðir á lokuðu vinnusvæði fagráðs. 

Bréf sem sent var til fulltrúa í stýrihópi
SVÖR við bréfi:
Samband íslenskra sveitarfélaga - fylgiskjal
Kennarasamband Íslands
Samtök tónlistarskólastjóra
Menntavísindasvið HÍ
Háskólinn á Akureyri
Listaháskóli Íslands
Fleiri svarbréf munu birtast hér um leið og þau berast.

 Fagráðið tók málefnið til umfjöllunar á fundi sínum 6. október og má lesa um niðurstöður þeirrar umræðu á lokaða vinnusvæðinu.

FUNDUR: Um hlutverk, ábyrgð og skyldur

Gerðuberg

Fagráð um símenntun og starfsþróun kennara stendur fyrir opnum fundi mánudaginn 31. ágúst 2015 kl. 10.00-14.00 í Gerðubergi, Reykjavík, um hlutverk, ábyrgð og skyldur aðila fagráðs hvað varðar málefni starfsþróunar kennara, ráðgjafa og skólastjórnenda í leik-, grunn-, tónlistar- og framhaldsskólum. Aðilar fagráðs eru menntamálaráðuneyti, háskólar sem mennta kennara, Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands.

Fulltrúar aðila munu greina frá sinni sýn og fyrir munu liggja skrifleg svör þeirra við ákveðnum spurningum frá stýrihópi fagráðs um hlutverk, ábyrgð og skyldur. Svörin má nálgast HÉR.

Markmið fundarins er að skapa umræðu um þetta og lagt verður upp með eftirfarandi spurningar:

 • Á hvaða sviðum eru aðilar fagráðs samstíga? Á hvaða sviðum eru aðilar fagráðs ósammála?
  o   Hvernig nýtum við okkur þá vitneskju?
  o   Hvernig má leysa ágreiningsefni? 
 • Virðast einhver málefni í lausu lofti og ekki á ábyrgð neinna? Hver?
 • Hvaða breytingar viljum við sjá á starfsþróun kennara? 

Þess er vænst að umræður á þessum fundi geti orðið mikilvægt framlag til stefnumótunarvinnu fagráðsins um starfsþróun kennarastéttarinnar.

Fundinum verður streymt og hægt verður að vera í sambandi í gegnum twitter #starfsthrounkennara3108 með innlegg og spurningar.

Fundurinn er opinn öllum áhugasömum um málefnið, en fólk er vinsamlega beðið að skrá sig á eftirfarandi slóð eigi síðar en 26. ágúst: http://menntavisindastofnun.hi.is/opinn_fundur_3108_2015_starfsthroun_kennara.

Nánari upplýsingar veitir Sólrún Harðardóttir starfsmaður fagráðsins – solrun.hardardottir@mms.is

Aðgangur er ókeypis.

 

SKRÁNING

FUNDUR Í BEINNI