Author Archives: Sólrún Harðardóttir

Ný framtíðarsýn um starfsþróun kennara og skólastjórnenda

fagradAFHENDA

Hluti fagráðsins ásamt Illuga Gunnarssyni ráðherra.

Fagráð um símenntun og starfsþróun kennara skilaði lokaskýrslu um störf sín og tillögum til ráðherra 10. mars sl. Þar er sett fram ný framtíðarsýn um starfsþróun kennara og skólastjórnenda og lögð áhersla á kennaramenntun sem starfsævilanga menntun. Skilgreina þarf fjármagn og aðgengilegt og skilvirkt stoðkerfi um þessa mikilvægu starfsemi. Lagt er til að ráðherra skipi samstarfsráð um starfsþróun kennara og skólastjórnenda sem fylgir eftir tillögum fagráðsins.

forsida
Skýrsla til mennta- og menningarmálaráðherra

Fylgiskjöl:
(Fylgiskjöl 1-4 eru saman í einu skjali.)

 1. Fagráð um símenntun og starfsþróun kennara
 2. Fulltrúar í fagráðinu og aðilar sem tilnefna þá
 3. Forsagan
 4. Vinna fagráðs og viðburðir á vegum þess
 5. Greinargerð vinnuhóps um Future Teachers
 6. Starfsþróun kennara – Greining á sjóðaumhverfi
 7. Greinargerð vinnuhóps um fjármál og sjóði
 8. Greinargerð vinnuhóps um þarfir fyrir starfsþróun
 9. Greinargerð vinnuhóps um kennaramenntun og stoðkerfi + fylgiskjal 1 og2
 10. Fundargerð frá fundi um starfendarannsóknir
 11. Fundargerð frá fundi um nýliða í kennslu og starfstengda leiðsögn

Ný skýrsla frá OECD um starfsþróun og fagmennsku útfrá TALIS 2013

OECD mun gefa út skýrsluna Supporting Teacher Professionalism; Insights from TALIS 2013 12. febrúar nk. Í tilefni útgáfunnar verður sérstök vefstofa (Webinar) haldin sem fólk getur skráð sig á og tekið þátt í sér að kostnaðarlausu.

Sjá nánar:
http://www.oecd-ilibrary.org/education/supporting-teacher-professionalism_9789264248601-en
Skráning:
http://www.oecd.org/edu/supporting-teacher-professionalism-9789264248601-en.htm
eða hér http://all4ed.org/webinar-event/feb-12-2015/

skyrslaTALIS

Frá fagráðsfundi

Fundur var haldinn í fagráðinu 26. nóvember sl. Á fundinum voru dregnar saman tillögur og efni í tillögur sem ræddar hafa verið á vettvangi fagráðs s.s. innan vinnuhópa, á opnum fundum, á fagráðsfundum og í baklandi aðila fagráðs. Markmið fundarins var að fjalla um stefnu fagráðsins, móta hana að vissu leyti og skerpa. Hér má sjá vinnuhópa að störfum:

A
Ragnheiður, Aðalheiður, Ársæll, Dagrún og Kristín ræddu sérstaklega um starfsþróun og kennaramenntun.

B
Ingibjörg, Edda, Sigurjón, Sigurbjörn, auk Guðmundar og Sigríðar Huldar sem voru tengd með Skype (sjá spjaldtölvu í rauðu hulstri) ræddu um stoðkerfi starfsþróunar.

C
Guðni, Þórður, Guðbjörg, Svanhildur og Jón Torfi ræddu um fjármagn og farvegi þess.

Sérstaklega var fjallað um starfsævilanga kennaramenntun. Útfrá þessum tveimur orðum má finna mörg önnur orð eins og Ingibjörg Kristleifsdóttir kom auga á: Starf – star – ævi – löng – öng – vil – sævi – arf – arfs – tarf –kenna – kennara – enn – menntun – menn – men…

Kristín Valsdóttir orti:

Menntun kennara ærir menn
magnað það taki heila ævi.
Í skilgreiningasjó er nefndin enn
svamlandi á djúpsævi.

kenna er klárlega magnað starf
en kennarar stundum þó lenda í öng.
Því þó kraftar og orka sé á við tarf
þarf menntun að vera löng.

Þetta ég skil
og þess vegna vil
kennaramenntun sé (að minnsta kosti) starfsævilöng.