Author Archives: Sólrún Harðardóttir

Opinn fundur 31. ágúst

UM HLUTVERK, ÁBYRGÐ OG SKYLDUR

Fagráð um símenntun og starfsþróun kennara stóð fyrir opnum fundi mánudaginn 31. ágúst 2015, í Gerðubergi, Reykjavík, um hlutverk, ábyrgð og skyldur aðila fagráðs hvað varðar málefni starfsþróunar kennara, ráðgjafa og skólastjórnenda í leik-, grunn-, tónlistar- og framhaldsskólum. 

Markmið fundarins var að skapa umræðu um þetta og lagt var upp með eftirfarandi spurningar:

 • Á hvaða sviðum eru aðilar fagráðs samstíga? Á hvaða sviðum eru aðilar fagráðs ósammála?
  o   Hvernig nýtum við okkur þá vitneskju?
  o   Hvernig má leysa ágreiningsefni? 
 • Virðast einhver málefni í lausu lofti og ekki á ábyrgð neinna? Hver?
 • Hvaða breytingar viljum við sjá á starfsþróun kennara? 

Fulltrúar aðila fagráðs sem eru menntamálaráðuneyti, háskólar sem mennta kennara, Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands greindu frá sinni sýn í upphafi fundar, en síðan var efnt til hópumræðu, kynninga á þeim og síðan almennra umræðna.

Fundurinn var sendur út, og einnig tekinn upp. Skoða má upptökur hér:

Punktar frá umræðum eru vistaðir á lokuðu vinnusvæði fagráðs. 

Bréf sem sent var til fulltrúa í stýrihópi
SVÖR við bréfi:
Samband íslenskra sveitarfélaga - fylgiskjal
Kennarasamband Íslands
Samtök tónlistarskólastjóra
Menntavísindasvið HÍ
Háskólinn á Akureyri
Listaháskóli Íslands
Fleiri svarbréf munu birtast hér um leið og þau berast.

 Fagráðið tók málefnið til umfjöllunar á fundi sínum 6. október og má lesa um niðurstöður þeirrar umræðu á lokaða vinnusvæðinu.

FUNDUR: Um hlutverk, ábyrgð og skyldur

Gerðuberg

Fagráð um símenntun og starfsþróun kennara stendur fyrir opnum fundi mánudaginn 31. ágúst 2015 kl. 10.00-14.00 í Gerðubergi, Reykjavík, um hlutverk, ábyrgð og skyldur aðila fagráðs hvað varðar málefni starfsþróunar kennara, ráðgjafa og skólastjórnenda í leik-, grunn-, tónlistar- og framhaldsskólum. Aðilar fagráðs eru menntamálaráðuneyti, háskólar sem mennta kennara, Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands.

Fulltrúar aðila munu greina frá sinni sýn og fyrir munu liggja skrifleg svör þeirra við ákveðnum spurningum frá stýrihópi fagráðs um hlutverk, ábyrgð og skyldur. Svörin má nálgast HÉR.

Markmið fundarins er að skapa umræðu um þetta og lagt verður upp með eftirfarandi spurningar:

 • Á hvaða sviðum eru aðilar fagráðs samstíga? Á hvaða sviðum eru aðilar fagráðs ósammála?
  o   Hvernig nýtum við okkur þá vitneskju?
  o   Hvernig má leysa ágreiningsefni? 
 • Virðast einhver málefni í lausu lofti og ekki á ábyrgð neinna? Hver?
 • Hvaða breytingar viljum við sjá á starfsþróun kennara? 

Þess er vænst að umræður á þessum fundi geti orðið mikilvægt framlag til stefnumótunarvinnu fagráðsins um starfsþróun kennarastéttarinnar.

Fundinum verður streymt og hægt verður að vera í sambandi í gegnum twitter #starfsthrounkennara3108 með innlegg og spurningar.

Fundurinn er opinn öllum áhugasömum um málefnið, en fólk er vinsamlega beðið að skrá sig á eftirfarandi slóð eigi síðar en 26. ágúst: http://menntavisindastofnun.hi.is/opinn_fundur_3108_2015_starfsthroun_kennara.

Nánari upplýsingar veitir Sólrún Harðardóttir starfsmaður fagráðsins – solrun.hardardottir@mms.is

Aðgangur er ókeypis.

 

SKRÁNING

FUNDUR Í BEINNI

 

Opinn fundur um starfsþróun kennara 31. ágúst 2015

gerduberg_

Fagráð um símenntun og starfsþróun kennara mun standa fyrir opnum fundi 31. ágúst 2015 kl. 10.00-14.00 í Gerðubergi, Reykjavík um hlutverk, ábyrgð og skyldur aðila fagráðs hvað varðar málefni starfsþróunar kennara, ráðgjafa og skólastjórnenda í leik-, grunn-, tónlistar- og framhaldsskólum.

Aðilar fagráðs eru menntamálaráðuneyti, háskólar sem mennta kennara, Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands.

Markmið fundarins er að skapa umræðu um þetta og leitast við að greina á hvaða sviðum aðilar fagráðs eru samstíga og ósamstíga og hvort greina megi svið sem enginn virðist bera ábyrgð á. Fulltrúar aðila munu greina frá sinni sýn og fyrir munu liggja skrifleg svör þeirra við ákveðnum spurningum frá stýrihópi fagráðs. Þess er vænst að umræður á þessum fundi geti orðið mikilvægt framlag til stefnumótunarvinnu fagráðsins um starfsþróun kennarastéttarinnar. Nánari dagskrá verður send út um miðjan ágúst.

Þess má geta að fundinum verður streymt og hægt verður að vera í sambandi í gegnum twitter #starfsthrounkennara3108 eða solrun@namsmat.is

Fundurinn er opinn öllum áhugasömum um málefnið, en fólk er vinsamlega beðið að skrá sig á eftirfarandi slóð: http://menntavisindastofnun.hi.is/opinn_fundur_3108_2015_starfsthroun_kennara.
Aðgangur er ókeypis.

SKRÁNING

Veflæg upplýsingaveita opnuð

Ráðherra opnar upplýsingaveitu

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherrra opnar upplýsingaveitu. Á myndinni eru einnig Sigurjón Mýrdal formaður fagráðsins og Sólrún Harðardóttir starfsmaður þess.

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra opnaði formlega, þann 19. mars sl., upplýsingaveitu fyrir fræðslutilboð sem ætluð eru kennurum, skólastjórnendum, kennslu-, náms- og starfsráðgjöfum í leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum.

Markmið upplýsingaveitunnar er tvíþætt: að miðla og að veita yfirsýn. Vonast er til að sem flest fræðslutilboð sem ætlað er að styrkja umræddar starfsstéttir faglega og stuðla þannig að starfsþróun þeirra verði birt á upplýsingaveitunni s.s. námskeið, fyrirlestrar, ráðstefnur, málþing og samstarfsverkefni. Með því móti verða þau aðgengileg fyrir væntanlega þátttakendur en færir einnig fræðsluaðilum og öðrum mikilvægar upplýsingar um hvað er í boði og á hvaða sviðum skortir framboð. Auðvelt er að leita í upplýsingaveitunni og eru fræðslutilboðin sérstaklega merkt útfrá skólastigum, skólagerðum, viðfangsefnum og formi kennslunnar.

Ef vel tekst til verður upplýsingaveitan fastur viðkomustaður skólafólks í nánustu framtíð. Fræðsluaðilar munu setja þar inn efni endurgjaldslaust. Til að byrja með verða það háskólarnir sem mennta kennara sem setja inn efni en öðrum gefst kostur á að bætast í hópinn á næstunni.

Fagráð um símenntun og starfsþróun kennara stendur að upplýsingaveitunni. Fagráðið var sett á fót haustið 2012. Stofnun þess kemur í kjölfar vinnu samstarfsnefndar um símenntun kennara sem hóf störf sumarið 2011. Markmið fagráðsins er að vinna að verkefnum á sviði símenntunar og starfsþróunar kennara og skólastjórnenda á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi auk tónlistarskóla.

Upplýsingaveitan er staðsett hér á vef fagráðsins. SKOÐA

Hluti fagráðsins fylgist með: Steinunn Inga Óttarsdóttir, Ársæll Guðmundsson, Guðmundur Engilbertsson, Klara E. Finnbogadóttir og Ragnheiður Stefánsdóttir

Hluti fagráðsins fylgist með: Steinunn Inga Óttarsdóttir, Ársæll Guðmundsson, Guðmundur Engilbertsson, Klara E. Finnbogadóttir og Ragnheiður Stefánsdóttir