Category Archives: Fréttir

Ný framtíðarsýn um starfsþróun kennara og skólastjórnenda

Fagráð um símenntun og starfsþróun kennara skilaði lokaskýrslu um störf sín og tillögum til ráðherra 10. mars sl. Þar er sett fram ný framtíðarsýn um starfsþróun kennara og skólastjórnenda og lögð áhersla á kennaramenntun sem starfsævilanga menntun. Skilgreina þarf fjármagn og aðgengilegt og skilvirkt stoðkerfi um þessa mikilvægu starfsemi. Lagt er til að ráðherra skipi […]

Sjá meira

Ný skýrsla frá OECD um starfsþróun og fagmennsku útfrá TALIS 2013

OECD mun gefa út skýrsluna Supporting Teacher Professionalism; Insights from TALIS 2013 12. febrúar nk. Í tilefni útgáfunnar verður sérstök vefstofa (Webinar) haldin sem fólk getur skráð sig á og tekið þátt í sér að kostnaðarlausu. Sjá nánar: http://www.oecd-ilibrary.org/education/supporting-teacher-professionalism_9789264248601-en Skráning: http://www.oecd.org/edu/supporting-teacher-professionalism-9789264248601-en.htm eða hér http://all4ed.org/webinar-event/feb-12-2015/

Sjá meira

Frá fagráðsfundi

Fundur var haldinn í fagráðinu 26. nóvember sl. Á fundinum voru dregnar saman tillögur og efni í tillögur sem ræddar hafa verið á vettvangi fagráðs s.s. innan vinnuhópa, á opnum fundum, á fagráðsfundum og í baklandi aðila fagráðs. Markmið fundarins var að fjalla um stefnu fagráðsins, móta hana að vissu leyti og skerpa. Hér má […]

Sjá meira

Fyrirlestur Kari Smith um vettvangsnám

Opinn fundur um vettvangsnám í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum verður haldinn þriðjudaginn 3. nóvember, 2015 kl. 15.30-17 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð nánar tiltekið í Bratta. Að fundinum standa Háskóli Íslands, Kennarasamband Íslands og Háskólinn á Akureyri. Fyrirlesari verður Kari Smith, prófessor við kennaradeild Háskólans í Bergen og kennaradeild Háskólans í Þrándheimi og […]

Sjá meira

Fagráðið hittir norræna nefnd

Á dögunum var haldinn fundur í Reykjavík í norrænni nefnd, sem sett var á laggirnar í framhaldi af ráðstefnunni Future Teachers – A Profession at Crossroads en hún var haldin var í ágúst 2014. Þetta var annar fundur nefndarinnar en henni er ætlað að vinna hratt og mun skila af sér í desember. Um er að ræða […]

Sjá meira

Námsorlof kennara, stjórnenda, náms- og starfsráðgjafa í framhaldsskóla

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um námsorlof á framhaldsskólastigi fyrir skólaárið 2016-2017. Umsóknir þurfa að berast Rannís eigi síðar en 1. október næstkomandi. Um námsorlof geta sótt framhaldsskólakennarar, náms- og starfsráðgjafar og stjórnendur framhaldsskóla. Einnig geta skólameistarar sótt um námsorlof fyrir hönd kennara viðkomandi skóla. Nánari upplýsingar og rafræn umsóknareyðublöð má finna á heimasíðu Rannís. Þar má […]

Sjá meira

Námsleyfasjóður kennara og stjórnenda grunnskóla

Námsleyfasjóður hefur opnað fyrir umsóknir um námsleyfi grunnskólakennara og stjórnenda grunnskóla skólaárið 2016–2017. Umsóknarfrestur er til og með 1. október 2015. Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að við úthlutun verði sett í forgang nám sem tengist: hagnýtu læsi og lesskilningi í öllum námsgreinum jafnrétti og lýðræði Allt að 1/3 námsleyfa verður úthlutað vegna þessa. Nánari upplýsingar […]

Sjá meira

Opinn fundur 31. ágúst

UM HLUTVERK, ÁBYRGÐ OG SKYLDUR Fagráð um símenntun og starfsþróun kennara stóð fyrir opnum fundi mánudaginn 31. ágúst 2015, í Gerðubergi, Reykjavík, um hlutverk, ábyrgð og skyldur aðila fagráðs hvað varðar málefni starfsþróunar kennara, ráðgjafa og skólastjórnenda í leik-, grunn-, tónlistar- og framhaldsskólum.  Markmið fundarins var að skapa umræðu um þetta og lagt var upp með eftirfarandi spurningar: […]

Sjá meira

FUNDUR: Um hlutverk, ábyrgð og skyldur

Fagráð um símenntun og starfsþróun kennara stendur fyrir opnum fundi mánudaginn 31. ágúst 2015 kl. 10.00-14.00 í Gerðubergi, Reykjavík, um hlutverk, ábyrgð og skyldur aðila fagráðs hvað varðar málefni starfsþróunar kennara, ráðgjafa og skólastjórnenda í leik-, grunn-, tónlistar- og framhaldsskólum. Aðilar fagráðs eru menntamálaráðuneyti, háskólar sem mennta kennara, Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands. Fulltrúar […]

Sjá meira