Open post

Skýrslur um TALIS 2018

Út er komin ný skýrsla um TALIS hjá Menntamálastofnun. Þar er sérstaklega litið til svara Íslendinga og þau borin saman við svör annarra þjóða. Þarna má fræðast um ýmislegt er tengist starfsþróun kennara og skólastjórnenda – SKOÐA Jafnframt er hér bent á almenna skýrslu um TALIS sem finna má á vef OECD – SKOÐA.

MeiraMore Tag
Open post

Viðamikið þróunarverkefni á vegum samstarfsráðsins

Samstarfsráð um starfsþróun kennara og skólastjórnenda stendur fyrir þróunarverkefni um stoðkerfi við starfsþróun. Verkefnið fór af stað síðastliðið haust og mun standa til loka skólaárs 2019- 2020. Stoðkerfi við starfsþróun merkir í raun fyrirkomulag eða skipulag sem styður við starfsþróun og er í þessu þróunarverkefni m.a. verið að prófa leið að stuðningi háskóla við starfsþróun […]

MeiraMore Tag

Ný menntaverðlaun!

Stjórn Samtaka áhugafólks um skólaþróun hefur að undanförnu unnið að því að koma á fót viðurkenningu fyrir framúrskarandi menntaumbætur og þróunarverkefni sem veitt yrðu árlega. Stýrihópur samstarfsráðsins fagnar hugmyndinni enda má líta á skólaþróun og starfsþróun sem tvær hliðar á sama peningi. Á vef samtakanna er ítarlega sagt frá hugmyndinni.

MeiraMore Tag

Vefur í vinnslu

Vinsamlega athugið að vefurinn er í vinnslu. Ábendingar eru vel þegnar – erindi@starfsthrounkennara.is Atli Þór Kristbergsson sérfræðingur í WordPress, Magnús Valur Pálsson grafískur hönnuður og Sólrún Harðardóttir starfsmaður samstarfsráðsins unnu að gerð vefsins í samstarfi við kynningarhóp á vegum samstarfsráðsins. Fara á gamla vefinn. 

MeiraMore Tag
Open post

The challenges of the lifelong learning concept

Fimmtudaginn 24. janúar kl. 16 flytur prófessor Peter Alheit opinn gestafyrirlestur í stofu H-201 á Menntavísindasviði HÍ í Stakkahlíð. Peter Alheit er í fremstu röð alþjóðlegra menntunarfræðinga, og hefur unnið að rannsóknum og þróun á sviði símenntunar í Evrópu, einkum í Þýskalandi, Bretlandi, Danmörku. Rannsóknir hans beina athyglinni að því hvernig símenntun tvinnar saman lífssögu […]

MeiraMore Tag
Open post

ESB: Ný skýrsla um starfsþróun

Evrópusambandið gaf nýlega út skýrslu um starfsþróun kennara: Innovating Professional Development in Compulsory Education. Þar er bent á þá augljósu staðreynd að starfsþróun kennara er meginforsenda umbóta í menntamálum og lykill að betri kennslu og námi í takt við þróun samfélagsins. Önnur skýrsla mun fylgja á næstunni þar sem greindar eru fjölbreyttar aðferðir til að bæta […]

MeiraMore Tag

Jean Claude Couture með opinn fyrirlestur

Dr. Jean Claude Couture sem um langt skeið hefur starfað fyrir kennarasamtökin í Alberta (ATA) Kanada og leitt þátttöku kennara og fagfólks í skólaþróun mun halda fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofa um skólaþróun og skóla- og frístundasvið Reykjavíkur miðvikudaginn 5. desember kl. 15 í Hamri, húsnæði MVS. Titill fyrirlesturs Dr. Couture er Getting to the heart of school- the […]

MeiraMore Tag
Open post

Samspil 2018: Fræðsluátak af stað…

Menntamiðja, Samstarfsráð um starfsþróun kennara og skólastjórnenda og stýrihópur um úttekt á menntun fyrir alla stendur að verkefninu sem snýst um starfsþróun. Verkefnið stendur yfir frá nóvember 2018 til febrúar 2019 og er fyrir þau sem koma að skóla- og fræðslustarfi á öllum skólastigum um allt land. Ekkert þátttökugjald! Markmið Samspils 2018 er að þátttakendur fræðist um starfsþróun og nýjar […]

MeiraMore Tag

Leiðsögn nýliða í kennslu – norrænt samstarfsverkefni

Kennarasamband Íslands tekur nú þátt í norrænu samstarfsverkefni um leiðsögn  nýliða í kennslu en í því taka einnig þátt fulltrúar frá Danmörku, Noregi og Grænlandi og tveir háskólar sem mennta kennara, þ.e. Háskólinn í Suðaustur Noregi og Háskólinn í Åbo í Finnlandi. Verkefnið stendur yfir árin 2017-2020. Nordplus Horisontal veitti styrk til verkefnisins. Samstarfið miðar að […]

MeiraMore Tag

Tónlistarskólar: skýrsla um faglegar kröfur til kennara og stjórnenda

Samstarfsráð um starfsþróun kennara og skólastjórnenda hefur látið vinna skýrslu um faglegar kröfur til kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og breytingar á starfsumhverfi þeirra. Þessari vinnu er ætlað að byggja undir tillögur samstarfsráðsins eða stoðkerfi sem byggja þarf upp svo starfsþróun fagstétta í skólakerfinu sé í takt við þær kröfur sem gerðar eru til þeirra. Lesa skýrslu!

MeiraMore Tag

Posts navigation

1 2
Scroll to top