Fræðslufundur um símenntun og starfsþróun kennara og skólastjórnenda

Endurmenntun HÍ

 

Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn, 20. nóvember kl. 13 ̶ 16. Fundarstaður er Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7, 107 Reykjavík.

Fundurinn er á vegum Fagráðs um símenntun og starfsþróun kennara en haldinn að frumkvæði Kennarasambands Íslands. Í fagráðinu eru fulltrúar Kennarasambands Íslands, háskóla sem mennta kennara, Sambands íslenskra sveitarfélaga og mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Markmið fundarins er að útbreiða þekkingu á hlutverki og starfi fagráðsins og ræða með þátttöku fundarmanna um stefnumótunarvinnu ráðsins.

Fundurinn er opinn öllum áhugasömum um málefnið.

DAGSKRÁ

Kl. 13.00 – 13.15
Um fagráðið: Hlutverk, verkefni þess, starf í vetur.

Kl. 13.1513.35
Hvað segir TALIS um þá þætti sem skipta máli fyrir árangur í skólastarfi?
Hvernig getur símenntun og starfsþróun kennara og skólastjórnenda stutt við það?
Ragnar F. Ólafsson frá Námsmatsstofnun

Kl. 13.35 – 14.00
Stutt innlegg um íslenska kennara og skóla. Fulltrúar KÍ, háskóla, Sambands íslenskra sveitarfélaga og menntamálaráðuneytis reifa atriði sem þeir telja skipta máli í sambandi við símenntun og starfsþróun íslenskra kennara og skólastjórnenda.

 Kl. 14.00 – 14.45 – Starf í umræðuhópum

Umræðuspurningar (með fyrirvara um örlitlar breytingar):

  1. Hvaða samstarf fer núna fram milli kennara og skólastjórnenda í skólum um símenntun og starfsþróun kennara? Eru almennt til starfþróunaráætlanir til eins eða fleiri ára?
  2. Hvernig ætti þetta samstarf að vera? Hvaða fleiri aðilar ættu að koma að samstarfi um símenntun og starfsþróun?
  3. Hver ætti framtíðarsýnin að vera varðandi símenntun og starfsþróun kennara og skólastjórnenda?
    - Hvaða bjargir eru nauðsynlegar til að starfsþróun verði skilvirk*.
    - Hvers konar starfsþróun teljið þið mikilvægt að þróa til að bæta árangur skólakerfisins?
  4. Hvað finnst ykkur mikilvægast að komi út úr starfi fagráðsins?

Kl. 14.45 – 15.00 - Kaffihlé
Kl. 15.00 – 15.45 – Hópar skila af sér  – umræður
Kl. 15.45 – 15.50 – Upplýsingaveita og vefur fagráðs
Kl. 15.50 – 16.00 – Fundarlok

* skilvirk starfsþróun er starfsþróun sem skilar sér í breyttum starfsháttum kennara og stjórnenda sem leiðir af sér bættan námsárangur nemenda á öllum skólastigum.