Hlutverk fagráðs

  • Fagráðið er sameiginlegur vettvangur hagsmunaaðila sem greinir þarfir skólasamfélagsins, miðlar upplýsingum og setur fram hugmyndir sínar um stefnu varðandi símenntun og starfsþróun kennara.
  • Fagráð tryggir að hagsmunaðilar hafi samráð um áherslur í starfsþróun kennarastéttarinnar.
  • Ráðið verður leiðandi í umræðu um þróun og stefnumótun um símenntun og starfsþróun og setur fram stefnu sína og hugmyndir að nýjum áherslum og leiðum.
  • Ráðið leitar upplýsinga um helstu strauma og stefnur varðandi þessi mál sem víðast og miðlar upplýsingum um það til skólasamfélagsins til dæmis á ráðstefnum, fræðslufundum og málþingum.
  • Fagráð aflar upplýsinga um þörf fyrir símenntun til dæmis með samræðu hagsmunaaðila og miðlar framboði á símenntun og starfsþróun kennara á upplýsingaveitu.

Á vegum fagráðs geta vinnuhópar starfað að ákveðnum málefnum. Ráðið getur tengst sambærilegum aðilum erlendis sem vinna að svipuðum málefnum.