
<HÉR ER SETT NAFN SÍÐU OG ÞAÐ FEITLETRAÐ>
Fagráð um símenntun og starfsþróun kennara stóð fyrir opnum fundi mánudaginn 31. ágúst 2015, í Gerðubergi, Reykjavík, um hlutverk, ábyrgð og skyldur aðila fagráðs hvað varðar málefni starfsþróunar kennara, ráðgjafa og skólastjórnenda í leik-, grunn-, tónlistar- og framhaldsskólum.
Markmið fundarins var að skapa umræðu um þetta og lagt var upp með eftirfarandi spurningar:
- Á hvaða sviðum eru aðilar fagráðs samstíga? Á hvaða sviðum eru aðilar fagráðs ósammála?
o Hvernig nýtum við okkur þá vitneskju?
o Hvernig má leysa ágreiningsefni? - Virðast einhver málefni í lausu lofti og ekki á ábyrgð neinna? Hver?
- Hvaða breytingar viljum við sjá á starfsþróun kennara?
Fulltrúar aðila fagráðs sem eru menntamálaráðuneyti, háskólar sem mennta kennara, Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands greindu frá sinni sýn í upphafi fundar, en síðan var efnt til hópumræðu, kynninga á þeim og síðan almennra umræðna.
Fundurinn var sendur út, og einnig tekinn upp. Skoða má upptökur hér:
- Velkomin / Inngangur Jón Torfi Jónasson fundarstjóri
- Erindi frá fulltrúum aðila fagráðsins:
- Sigurjón Mýrdal f.h. mennta- og menningarmálaráðuneytisins
- Klara E. Finnbogadóttir f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga
- Edda Kjartansdóttir f.h. Háskóla Íslands
- Guðmundur Engilbertsson f.h. Háskólans á Akureyri
- Kristín Valsdóttir f.h. Listaháskóla Íslands
- Aðalheiður Steingrímsdóttir Kennarasambandi Íslands f.h. kennara
- Ingileif Ástvaldsdóttir Kennarasambandi Íslands f.h. skólastjórnenda
- Umræða í hópum *
- Fundarslit (staðsetning í myndbandi: 18.30) Sigurjón Mýrdal
SLEPPA ÞVÍ SEM HÉR ER FYRIR NEÐAN...
* Punktar frá umræðum eru vistaðir á lokuðu vinnusvæði fagráðs.
Bréf sem sent var til fulltrúa í stýrihópi
SVÖR við bréfi:
Samband íslenskra sveitarfélaga - fylgiskjal
Kennarasamband Íslands
Samtök tónlistarskólastjóra
Menntavísindasvið HÍ
Háskólinn á Akureyri
Listaháskóli Íslands
Fleiri svarbréf munu birtast hér um leið og þau berast.