Öskudagsráðstefna skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur

132

Miðvikudaginn 5. mars verður haldin árleg öskudagsráðstefna skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur  á Hilton Nordica kl. 13:00-16:20.

Yfirskrift ráðstefnunnar er  Já kennari. Meginþema ráðstefnunnar er jákvæða sálfræði og aðalfyrirlesari er Hans Henrik Knoop, fræðimaður í jákvæðri sálfræði.

að loknum erindum og æfingu í núvitund eru 5 málstofur sem kennarar geta valið sér.

Ráðstefnan er ætluð  grunnskólakennurum í Reykjavík.