Opinn fundur um starfsþróun kennara 31. ágúst 2015

Fagráð um símenntun og starfsþróun kennara mun standa fyrir opnum fundi 31. ágúst 2015 kl. 10.00-14.00 í Gerðubergi, Reykjavík um hlutverk, ábyrgð og skyldur aðila fagráðs hvað varðar málefni starfsþróunar kennara, ráðgjafa og skólastjórnenda í leik-, grunn-, tónlistar- og framhaldsskólum. Aðilar fagráðs eru menntamálaráðuneyti, háskólar sem mennta kennara, Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands. Markmið […]

Sjá meira

Veflæg upplýsingaveita opnuð

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra opnaði formlega, þann 19. mars sl., upplýsingaveitu fyrir fræðslutilboð sem ætluð eru kennurum, skólastjórnendum, kennslu-, náms- og starfsráðgjöfum í leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum. Markmið upplýsingaveitunnar er tvíþætt: að miðla og að veita yfirsýn. Vonast er til að sem flest fræðslutilboð sem ætlað er að styrkja umræddar starfsstéttir faglega og […]

Sjá meira

Út er komin skýrslan Starfsþróun kennara; Greining á sjóðaumhverfi

Skýrslan er unnin af Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri fyrir Fagráð um símenntun og starfsþróun kennara. Markmið skýrslunnar er að varpa ljósi á þau tækifæri sem kennarar hafa til starfsþróunar og hversu miklum fjármunum er veitt til hennar. Greiningin tekur til sjóða sem standa leikskóla-, grunnskóla-, framhaldsskóla- og tónlistarkennurum til boða. Þegar talað er […]

Sjá meira

Styttist í umsóknarfrest hjá Erasmus +

Leikskólar, grunnskólar, framhaldsskólar sem og tónlistarskólar og myndlistarskólar sem kenna samkvæmt viðurkenndri námskrá, geta sótt um ferða-, námskeiðs- og uppihaldsstyrki til að senda  kennara og  starfsfólk sitt til að sinna námi, gestakennslu eða starfsþjálfun í einu af þátttökulöndum Erasmus+. Sveitarfélög geta einnig sótt um sambærilega styrki fyrir starfsfólk í skólum síns sveitarfélags. Skólinn / stofnunin […]

Sjá meira

Frá fræðslufundi um starfsþróun kennara og skólastjórnenda

Fagráðið stóð fyrir fræðslufundi um símenntun og starfsþróun kennara. Fundurinn var haldinn í húsnæði Endurmenntunar HÍ við Dunhaga, 20. nóvember sl. Fundurinn var öllum opinn en hann var sérstaklega auglýstur meðal þeirra hagsmunaaðila sem eiga fulltrúa í fagráðinu. Markmið fundarins var að útbreiða þekkingu á hlutverki og starfi fagráðsins og ræða með þátttöku fundarmanna um stefnumótunarvinnu ráðsins. […]

Sjá meira

Þrautalausnir og starfsþróun kennara

Í Flatarmálum (1. tbl. 2014) sem er rit Flatar, samtaka stærðfræðikennara er áhugavert viðtal við Steve Watson háskólakennara í Cambridge í Englandi. Sérsvið hans er stærðfræðikennsla og -menntun og hefur hann beint mikið athygli að þrautalausnum. Hann telur þær æskilega leið til að efla skilning nemenda og þær gefa meiri tækifæri til umræðu og þess að skyggnast […]

Sjá meira

Starfsþróun og símenntun í vinnumati kennara

Félag grunnskólakennara og Samband íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir kjarasamning í vor og felur samningurinn m.a. í sér gerð nýs vinnumats kennara þar sem metinn verður sá tími sem kennari ver til skilgreindra verkefna. Vinnumatinu er ætlað að jafna vinnuálag milli kennara og styrkja faglegt starf innan grunnskóla. Nú eru komin fram drög að leiðarvísi fyrir slíkt vinnumat. […]

Sjá meira

Fræðslufundur um símenntun og starfsþróun kennara og skólastjórnenda

  Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn, 20. nóvember kl. 13 ̶ 16. Fundarstaður er Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7, 107 Reykjavík. Fundurinn er á vegum Fagráðs um símenntun og starfsþróun kennara en haldinn að frumkvæði Kennarasambands Íslands. Í fagráðinu eru fulltrúar Kennarasambands Íslands, háskóla sem mennta kennara, Sambands íslenskra sveitarfélaga og mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Markmið fundarins er […]

Sjá meira