Þrautalausnir og starfsþróun kennara

Flötur

Í Flatarmálum (1. tbl. 2014) sem er rit Flatar, samtaka stærðfræðikennara er áhugavert viðtal við Steve Watson háskólakennara í Cambridge í Englandi. Sérsvið hans er stærðfræðikennsla og -menntun og hefur hann beint mikið athygli að þrautalausnum. Hann telur þær æskilega leið til að efla skilning nemenda og þær gefa meiri tækifæri til umræðu og þess að skyggnast inn í hug nemenda og sjá hvernig þeir hugsa. Jafnframt vekja þrautalausnir oft meiri áhuga en önnur verkefni stærðfræðinnar og eru nátengdar raunveruleikanum. Steve telur að vegna sveigjanleika skólakerfisins séu Íslendingar betur í stakk búnir en margar aðrar þjóðir, s.s. Englendingar, til að vinna meira útfrá þrautalausnum og almennt að breyta kennsluháttum. Hann ræðir um mikilvægi stuðnings við kennara í þessu samhengi.

Greinina má lesa í heild sinni HÉR.