Borði - Grænn í haus
Bakgrunnsmynd - Deiglan

Verkefnið SAMSPIL 2018

Menntamiðja, samstarfsráð um starfsþróun kennara og skólastjórnenda og stýrihópur um úttekt á menntun fyrir alla stóð að verkefninu sem snýst um starfsþróun.

Markmið SAMSPILS 2018 er að þátttakendur fræðist um starfsþróun og nýjar kennsluaðferðir og námstækni fyrir fjölbreytta nemendahópa um leið og þeir taka þátt í að byggja upp öflug og kvik starfssamfélög skólafólks á netinu og í raunheimum.

Verkefnið á sinn eigin vef. SKOÐA!
Gefið ykkur góðan tíma.


Þróunarverkefni um stoðkerfi við starfsþróun 

Samstarfsráð um starfsþróun kennara og skólastjórnenda stendur að verkefninu. Fjórir skólar taka þátt: Leikskólinn Grænuvellir á Húsavík, Borgarhólsskóli Húsavík, Fjölbrautaskóli Suðurnesja og Tónlistarskóli Reykjanesbæjar. Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri, Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Listaháskóli Íslands veita skólunum faglegan stuðning í tengslum við verkefnið.

Markmið þróunarverkefnisins fjalla um samfellu grunnmenntunar og starfsþróunar, tengslum innan skólakerfisins, aukinni áherslu á ráðgjöf og samstarf skóla og háskóla, skipulag starfsþróunar sem tekur mið af ígrundun, starfendarannsóknum, menningu lærdómssamfélags auk stefnu um menntun án aðgreiningar.

Lesa nánar um verkefnið.

Viðtöl við verkefnastjóra í hverjum skóla um verkefnið. Tryggvi Thayer ræddi við þátttakendur:


SKÓLAR HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS
símenntun til starfs- og skólaþróunar

Vefur sem sýnir afrakstur samstarfs sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu  og Menntavísindasviðs HÍ um símenntun grunnskólakennara. SKOÐA! 


Að bera meira úr býtum
- málstofa á vegum Rannsóknastofu um þróun skólastarfs.

Hér má sjá upptökur frá málstofu í janúar 2019. Þrír skólar tóku þátt í verkefninu; Háaleitisskóli, Hörðuvallaskóli, Sunnulækjarskóli.

 

 

 

Scroll to top
Copy link
Powered by Social Snap