Jean Claude Couture með opinn fyrirlestur

Dr. Jean Claude Couture sem um langt skeið hefur starfað fyrir kennarasamtökin í Alberta (ATA) Kanada og leitt þátttöku kennara og fagfólks í skólaþróun mun halda fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofa um skólaþróun og skóla- og frístundasvið Reykjavíkur miðvikudaginn 5. desember kl. 15 í Hamri, húsnæði MVS. Titill fyrirlesturs Dr. Couture er Getting to the heart of school- the Alberta journey.

Við mótun menntastefnu Reykjavíkur síðustu misseri hefur m.a. verið litið til þeirrar reynslu sem Alberta fylki hefur af þróun skólastarfs og mun dr. Couture miðla af þekkingu sinni og reynslu í tengslum við þá vinnu. Sérstaklega verður fjallað um mikilvægi þess að kennarar séu leiðandi þátttakendur í allri skólaþróun og hvaða þættir skipta þar máli.

Dr. Couture starfaði um hríð sem kennari og síðan ráðunautur kennarasamtakanna varðandi rannsóknir á skólastarfi. Samtökin hafa m.a. gefið út metnaðarfulla skólastefnu A Great School for All, sem þau hafa nýlega endurnýjað, Renewing Alberta’s Promise: A Great School for All, sem hann átti virkan þátt í að móta.

Scroll to top
Copy link
Powered by Social Snap