Borði - Grænn í haus

Hugtakið

Fagráð um símenntun og starfsþróun kennara setti fram eftirfarandi skilgreiningu á hugtakinu starfsþróun. Skilgreiningin er grundvöllur sameiginlegs skilnings á starfsþróun og stefnuyfirlýsing um starf og áherslur
fagráðsins. Hún felur í sér sameiginlega sýn á starfsþróun, fjölbreytni hennar og órjúfanlegt samhengi við fagmennsku og daglegt skólastarf. Samstarfsráðið heldur þessari skilgreiningu:

Starfsþróun er samfellt meðvitað og mótað ferli sem leiðir til umbóta og jákvæðrar þróunar. Hún er beintengd daglegu starfi kennara með nemendum og skipulögð í kringum raunveruleg viðfangsefni starfsins. Hún hefur skýran tilgang og markmið og miðar að því að efla færni og þekkingu starfsfólks skóla og auka gæði í starfi. Hún á sér stað í faglegu lærdómssamfélagi, er augljós og samofin hluti daglegs starfs fagfólks skóla og ber einkenni af menningu samfélags í þróun. Hún felur m.a. í sér formlegt nám, innleiðingu í starf á fyrsta starfsári, námskeið, rannsóknir á eigin starfi, þátttöku í þróunarverkefnum, ráðgjöf, ráðstefnur, fræðilestur, skólaheimsóknir svo eitthvað sé nefnt. Stefnumiðuð starfsþróun stuðlar að aukinni starfsánægju, hefur áhrif á árangur í starfi og minnkar líkur á kulnun eða brotthvarfi kennara úr starfi.

Scroll to top
Copy link
Powered by Social Snap