Stjórn Samtaka áhugafólks um skólaþróun hefur að undanförnu unnið að því að koma á fót viðurkenningu fyrir framúrskarandi menntaumbætur og þróunarverkefni sem veitt yrðu árlega. Stýrihópur samstarfsráðsins fagnar hugmyndinni enda má líta á skólaþróun og starfsþróun sem tvær hliðar á sama peningi.