Leiðsögn nýliða í kennslu – norrænt samstarfsverkefni

Kennarasamband Íslands tekur nú þátt í norrænu samstarfsverkefni um leiðsögn  nýliða í kennslu en í því taka einnig þátt fulltrúar frá Danmörku, Noregi og Grænlandi og tveir háskólar sem mennta kennara, þ.e. Háskólinn í Suðaustur Noregi og Háskólinn í Åbo í Finnlandi. Verkefnið stendur yfir árin 2017-2020. Nordplus Horisontal veitti styrk til verkefnisins. Samstarfið miðar að því að beina sjónum að því þegar kennarar hefja kennslu og ræða aðstæður nýliða til starfsþróunar fyrstu fimm árin í starfi.

Helstu markmið verkefnisins eru:

  • Að fjölga nýliðum í kennslu og að halda þeim í starfi með því að beina sjónum að óskum og þörfum verðandi kennara og þá sérstaklega að tímanum frá því að formlegri kennaramenntun er lokið og til þess að kennarar hefja kennslu.
  • Að safna saman þekkingu á þörfum nýliða í kennslu til að byggja upp stuðningskerfi við nýliða og þarmeð auka gæði náms og kennslu.
  • Að liðka fyrir því að norrænu löndin geti þróað gott leiðsagnarkerfi fyrir nýliða þar sem gæðaleiðsögn er snar þáttur.
  • Að þróa gæði í leiðsögn með samstarfi háskóla sem mennta kennara, kennarasamtaka og skóla. Framlag verkefnisins til þessa er að miðla rannsóknum og þekkingu um bakgrunn nýliða í kennaranáminu og hæfni þeirra sem getur orðið til að styrkja fagstéttina.

Nánari upplýsingar um verkefnið má nálgast á vefsíðu þess sem finna má hér:

https://www.nyutdannede.no/veiledningsordninger/internasjonalt-samarbeid/nordplus-horizontal-nordisk-nettverk-nye-laerere/

Þá má á þessari síðu hér finna margs konar forvitnilegar upplýsingar um leiðsögn við nýja kennara í Noregi.

https://www.nyutdannede.no/

Umsjónarmaður verkefnisins hjá KÍ er Anna María Gunnarsdóttir – anna[hjá]ki.is

Scroll to top
Copy link
Powered by Social Snap