Ráðstefnur og málþing framundan

Það er margt áhugavert framundan sem tengist starfsþróun kennara. Á græna borðanum efst á vefnum okkar (starfsthrounkennara.is) er bent á viðburði sem tengjast náið starfsþróun kennara og skólastjórnenda. Upp með dagbókina!

Félag framhaldsskólakennara, Félag stjórnenda í framhaldsskólum, Skólameistarafélag Íslands, Samtök áhugafólks um skólaþróun, Námsbraut Háskóla Íslands um kennslufræði framhaldsskóla og Rannsóknarstofa um þróun skólastarfs standa að ráðstefnu 20. september í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti um rannsóknir og nýbreytni í framhaldsskólum. Yfirskriftin er Menntun til framtíðar. Berglind Rós Magnúsdóttir flytur lykilerindi ráðstefnunnar. Nánar…

Menntakvika er flestum kunn, en það er ráðstefna um nýjustu rannsóknir í menntavísindum sem haldin er árlega í Háskóla Íslands. Að þessu sinni verður hún haldin 4. október nk. Að venju er dagskráin mjög fjölbreytt. Nánar… 

Samtök áhugafólks um skólaþróun og Félag um starfendarannsóknir standa að ráðstefnu í Menntaskólanum við Sund 6. nóvember nk. Á ráðstefnunni verða ræddar leiðir sem kennarar og annað fagfólk í skólum getur farið til starfsþróunar – einkum það sem vel hefur gefist. Heiðursgestur ráðstefnunnar verður Hafþór Guðjónsson. Nánar…

Kennarasamband Íslands, Danmarks Lærerforening, IMAK á Grænlandi, Utdanningsforbundet í Noregi og tveir háskólar sem mennta kennara; Háskólinn í Suðaustur-Noregi og Háskólinn í Åbo í Finnlandi vinna saman í NordPlus verkefni og standa að ráðstefnu um hlutverk leiðsagnakennara í norrænu skólakerfi 11. og 12. nóvember í Reykjavík. Á ráðstefnunni verður meðal annars fjallað um þörfina á stefnumótun er kemur að leiðsögn og stuðningi við nýja kennara. Nánar…

Sjáumst!

Scroll to top
Copy link
Powered by Social Snap