Samspil 2018: Fræðsluátak um starfsþróun í þágu menntunar fyrir alla

Samstarfsráð um starfsþróun kennara og skólastjórnenda og Stýrihópur um úttekt á menntun fyrir alla efna til fræðsluátaks um starfsþróun í þágu menntunar fyrir alla í samstafi við Menntamiðju. Markmið Samspils 2018 er að þátttakendur fræðist um starfsþróun og nýjar kennsluaðferðir og námstækni fyrir fjölbreytta nemendahópa um leið og þeir taka þátt í að byggja upp öflug og kvik starfssamfélög skólafólks á Netinu og í raunheimum.

Samspil 2018 er fyrir alla áhugasama sem koma að skóla- og fræðslustarfi á öllum skólastigum um allt land. Þátttakendur í Samspili 2018 mæta á tvo stutta fræðsludaga sem verða haldnir á sex stöðum á landinu (Reykjavík, Akranesi, Ísafirði, Akureyri, Neskaupsstað og Selfossi).

Fræðsludagarnir verða: 7. nóvember, 2018. kl. 16.15-17.45 og svo 28. nóvember, 2018. kl. 16.15-18.30. Önnur fræðsla fer fram á Netinu og á samfélagsmiðlum. Fjöldi sérfræðinga, fræðimanna og reynslubolta úr skólum mun aðstoða þátttakendur.  Nánari upplýsingar og skráning á vef Samspils 2018.

Scroll to top
Copy link
Powered by Social Snap