Menntamiðja, Samstarfsráð um starfsþróun kennara og skólastjórnenda og stýrihópur um úttekt á menntun fyrir alla stendur að verkefninu sem snýst um starfsþróun. Verkefnið stendur yfir frá nóvember 2018 til febrúar 2019 og er fyrir þau sem koma að skóla- og fræðslustarfi á öllum skólastigum um allt land. Ekkert þátttökugjald!
Markmið Samspils 2018 er að þátttakendur fræðist um starfsþróun og nýjar kennsluaðferðir og námstækni fyrir fjölbreytta nemendahópa um leið og þeir taka þátt í að byggja upp öflug og kvik starfssamfélög skólafólks á Netinu og í raunheimum.
Í gær (7/11) komu nokkrir tugir skólafólks saman á upphafsfundi á Netinu og staðbundið á sex stöðum víðsvegar um land.
Nánari upplýsingar:
- http://samspil2018.menntamidja.is/
- https://www.facebook.com/groups/samspil.skolafolks/
- Twitter: #samspil2018