Samstarfsráð um starfsþróun kennara og skólastjórnenda skilaði nýlega skýrslu með tillögum til Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um framtíðarsýn fyrir starfsþróun kennara hér á landi.
Skýrslan fékk mjög góðar viðtökur ráðherra: „Ég er virkilega ánægð með þessa góðu samvinnu og fagna tillögum ráðsins. Við vitum að öflug menntakerfi á alþjóðavísu hafa keppt að því að gera starfsumhverfi sinna kennara framúrskarandi, liður í því er öflug framtíðarsýn fyrir starfsþróun stéttarinnar. Þessi vinna markar tímamót í því að efla starfsþróun íslenskra kennara og viðurkenna mikilvægi hennar.“
Myndina hér að ofan tók Kristrún Heiða Hauksdóttir. Lilja Alfreðsdóttir tekur við skýrslunni úr hendi Bjarkar Óttarsdóttur formanns samstarfsráðsins.
